Web.com draumur Ólafs úti Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. september 2013 18:22 Ólafur Björn varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið. Mynd/GSÍ Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Möguleikar Ólafs Björns Loftssonar úr Nesklúbbnum á að vinna sér sæti á bandarísku Web.com mótaröðinni eru úr sögunni eftir að hann komst ekki áfram í forúrtökumóti sem lauk í gær í Brunswick, Georgíuríki. Ólafur hafnaði í 61. sæti af 73 keppendum eftir að hafa leikið hringina þrjá á 223 höggum eða 13 höggum yfir pari. Ekki hjálpaði möguleikum Ólafs á að komast áfram í mótinu að hann varð fyrir meiðslum á úlnlið skömmu fyrir mótið sem háðu honum í sveiflunni. Ólafur var alvarlega að íhuga að draga sig úr keppni en barðist áfram og lauk leik í mótinu. Ólafur lék hringina þrjá á 74, 77 og 72 höggum. 37 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram á fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem er önnur sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum. Ólafur var 10 höggum frá því að komast áfram. Tímabilinu er ekki lokið hjá Ólafi því hann mun taka þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í næsta mánuði í Frakklandi. Alls taka fjórir íslenskir kylfingar þátt í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina. Auk Ólafs taka þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Ólafur Már Sigurðsson úr GR og Þórður Rafn Gissurarson úr GR einnig þátt í úrtökumótum á næstu vikum.Skorkortið hjá Ólafi í mótinu.Mynd/Skjáskot
Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira