Selfyssingar tryggðu sér fimmta sætið á Ragnarsmótinu í handbolta eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni í leiknum um 5. sætið í dag. Ragnarsmótið er árlegt æfingamót á undirbúningstímabilinu en seinna í dag fara fram leikir um þriðja og fyrsta sætið.
Leikurinn milli Selfoss og Gróttu endaði með 24-24 jafntefli og því þurfti að grípa til vítakeppni sem Selfoss vann 6-5.
Gróttumenn byrjuðu leikinn mun betur og voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 13-8. Gróttuliðið komst síðan mest níu mörkum yfir, 20-11, en Selfyssingar tryggðu sér jafntefli og þar vítakeppni með mögnuðum lokaspretti.
Selfoss - Grótta 24-24 (8-13)
- Selfoss vann 6-5 í vítakeppni
Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 4, Jóhannes Eiríksson 3, Sverrir Pálsson 3, Ómar Magnússon 3, Hrannar Gunnarsson 3, Gunnar Páll Júlíusson 2, Magnús Magnússon 2, Árni Felix Gíslason 1, Hörður Másson 1, Andri Hrafn Hallsson 1, Ómar Vignir Helgason 1.
Mörk Gróttu: Vilhjálmur Hauksson 5, Jökull Finnbogason 5, Þráinn Jónsson 3, Hjalti Hjaltason 3, Þorgeir Davíðsson 2, Friðgeir Jónasson 2, Davíð Hlöðversson 1, Einar Jónsson 1, Kristján Hauksson 1, Arnar Dagur Pálsson 1.
Selfoss vann í vítakeppni
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn

Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn


