Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2013 12:15 Ólafur Stefánsson, þjálfari Vals. Mynd/Daníel Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Tveir leikur fóru fram á opna norðlenska mótinu í handbolta karla í gær en mótið fer fram á Akureyri. Heimamenn í Akureyri og Valsmenn unnu leiki sína í gærkvöldi. Akureyri vann 24-22 sigur á Íslandsmeisturum Fram efrir að hafa verið 15-14 yfir í hálfleik og náð mest sex marka forystu í seinni hálfleik. Fram klóraði í bakkann undir lokin með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyrarliðið í leiknum og Kristján Orri Jóhannsson var með sex mörk. Valsmenn unnu Stjörnuna 31-26 í seinni leik kvöldsins eftir að hafa verið 17-11 yfir í hálfleik. Einar Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Stjörnuliðið en hann raðaði inn mörkum í seinni hálfleiknum og hjálpaði að koma muninum niður í þrjú mörk. Valsmenn voru hinsvegar sterkari í lokin. Þorgrímur Smári Ólafsson skoraði sex mörk fyrir Val og Atli Már Báruson var með fimm mörk. Hlynur Morthens varði 5 skot í marki Vals áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá handboltafélagi Akureyrar.Akureyri og Valur unnu fyrstu leikina Opna Norðlenska mótið hófst með tveimur leikjum í gær, föstudag. í fyrri leiknum mættust Akureyri og Fram, Akureyri byrjaði betur og náði þriggja marka forystu, 6-3 en þá svaraði Framliðið með fimm mörkum í röð. Fram hélt frumkvæðinu í leiknum nema hvað Akureyri skoraði tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi 15-14 í hálfleik. Akureyrarliðið tók síðan öll völd í seinni hálfleik, skoraði fimm fyrstu mörkin og héslt sex marka munur lengst af en Fram klóraði í bakkann undir lokin með fjórum síðustu mörkum leiksins sem endaði með tveggja marka sigri Akureyrar 24-22.Mörk Akureyrar: Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Kristján Orri Jóhannsson 6, Andri Snær Stefánsson 4, Vladimir Zejak 3, Þrándur Gíslason 2, Sigþór Heimisson og Valþór Guðrúnarson 1 mark hvor. Í markinu varði Jovan Kukobat 17 skot, þar á meðal 2 vítaköst. Tomas Olafson kom inn á og spreytti sig á tveim vítaköstum og varði annað þeirra með tilþrifum.Mörk Fram: Leikmaður nr. 17 með 5 mörk, nr.21 með 4. mörk, Sveinn Þorgeirsson 3, Garðar Benedikt Sigurjónsson 3 (3 úr vítum), Sigfús Páll Sigfússon 2, leikmaður nr. 10 með 2 mörk, nr. 6 með 2 mörk og nr. 27 með 1 mark. Markverðir Fram vörðu samtals 12 skot.Í seinni leiknum mættust Stjarnan og Valur. Mikið jafnræði var með liðunum lengi framan af og jafnt í stöðunni 9-9. Þá tóku Valsarar mikinn kipp og skoruðu sex mörk í röð og höfðu örugga forystu í hálfleik, 11-17. Munurinn jókst í upphafi seinni hálfleiks og varð mestur átta mörk, 13-21. Stjörnumenn voru ekki af baki dottnir, Einar Hólmgeirsson tók til sinna ráða og raðaði inn mörkum og skyndilega var forskot Valsmanna komið niður í þrjú mörk, 24-27. Valsmenn sigldu þó þægilegum fimm marka sigri í höfn en lokatölur urðu 26-31 fyrir Val.Mörk Stjörnunnar: Einar Hólmgeirsson 7, Ari M. Þorkelsson 4 (2 úr vítum), Starri Friðriksson 4 (1 víti), Egill Magnússon 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Andri Hjartar Grétarsson 2, Guðmundur Guðmundsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1 og Finnur Jónsson 1. Í markinu var Sigurður Ólafsson sterkur með 13 skot varin, 1 vítakast.Mörk Vals: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Atli Már Báruson 5, Orri Freyr Gíslason 3, Sveinn Aron Sveinsson 3 (1 víti), Elvar Friðriksson 3, (1 víti), Vignir Stefánsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 2, Finnur Ingi Stefánsson 2, Bjartur Guðmundsson 2, Geir Guðmundsson 1 og Ásbjörn Stefánsson 1 mark. Hlynur Morthens varði 5 skot áður en hann var sendur af velli með rautt spjald en Lárus Ólafsson tók við og varði 10 skot.Mótið lýkur á laugardaginn með eftirfarandi leikjum: Kl. 10:00 Stjarnan – Akureyri Kl. 11:30 Valur – Fram Kl. 13:30 Fram - Stjarnan Kl. 15:00 Akureyri – Valur
Olís-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira