Handbolti

Wilbek vill fá Færeying í danska handboltalandsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhan á Plógv Hansen.
Jóhan á Plógv Hansen.
Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, hefur mikla trú á hægri hornamanninum Jóhan á Plógv Hansen sem spilar með Skanderborg. Wilbek vill að strákurinn spili fyrir danska landsliðið í framtíðinni.

„Jóhan er í augnablikinu besti hægri hornamaðurinn í Danmörku í 1994-95 árgöngunum," sagði Ulrik Wilbek í viðtali við færeysku netmiðilinn kvf.fo.

Jóhan á Plógv Hansen hefur ekki spilað fyrir færeyskt landslið í nokkurn tíma og ætti því að geta orðið löglegur með danska landsliðinu fljótlega fari svo að hann ákveði að "skipta um" landslið. Framundan er EM í Danmörku í byrjun næsta árs.

Jóhan á Plógv Hansen spilar með liði Skanderborg sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×