Hátt í fjögur þúsund gestir sáu bíl Gerlach Finnur Thorlacius skrifar 2. september 2013 09:45 Hin sögufrægi bíll Werner Gerlach Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent
Alls komu hátt í fjögur þúsund gestir í bílaumboðið Öskju um helgina og sáu Mercedes-Benz 290B bíl Werner Gerlach, sem var aðalræðismaður Þjóðverja á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrjaldar. Er þar á ferð sögufrægur og verðmætur bíll sem á sér ríka sögu hér á landi. Var hann notaður sem njósnabíll Þjóðverja hérlendis á þessum víðsjárverðu tímum. Á fjórða tug bíla frá Mercedes-Benz klúbbnum voru einnig sýndir í Öskju og voru þeir á öllum aldri. ,,Mercedes-Benz á mjög stóran hóp aðdáenda hér á landi og það er frábært að það skuli vera starfræktur sérstakur klúbbur með á þriðja hundruð meðlimum, sem tengja sig saman í gegnum þennan elsta bílaframleiðanda heims. Við sýndum einnig breyttan Mercedes Benz E-Class bíl, sem og nýjan CLA. Var nýi dísil Hybrid E-Class bíllinn mest prufaður um helgina," segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ánægður með söguáhuga landans og á Mercedes Benz.Benz bílar frá öllum tímum voru sýndir
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent