Á aðeins 6 mánuðum var bíllinn tilbúinn en stjórn BMW þótti bíllinn ekki nægjanlega líklegur til sölu og því var hætt við smíði hans. Verkefnið var kallað „Goldfish“ sökum þess að frumgerð hans var gulllituð e32 gerð BMW 7-línunnar. Því er sá bíll sá eini sem smíðaður var.
Hann var með 6 gíra beinskiptingu og vélin skilaði 408 hestöflum, 100 hestum meira en 12 strokka sjöan, sem var framleidd á þessum tíma. Þessi hestaflatala þætti ekki svo ýkja há í dag og nást slíkar tölur í 6 strokka vélum nú. Hann var um 6 sekúndur í hundraðið. Bíllinn var fyrsti bíll BMW með loftpúða í stýrinu, svo það var fleira en ógnarstór vélin sem gerði hann sérstakan.
