Fundu 6 lík í bílflökum á botni stöðuvatns Finnur Thorlacius skrifar 19. september 2013 14:45 Bílflökin sem dregin voru upp úr vatninu. Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent
Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum voru á venjubundinni æfingu með sónartæki við stöðuvatnið Foss Lake þegar þeir urðu varir við tvö bílflök. Þegar þau voru dregin á þurrt kom í ljós að alls 6 lík, þrjú í hvorum bíl voru í bílflökunum. Í öðrum bílnum, af árgerð 1950, telja lögreglumennirnir að sé par sem saknað hefur verið lengi, en vitað var að þau týndust á leið sinni til Canute rétt uppúr 1960. Hún hefur hinsvegar enga hugmynd um hver þriðji farþeginn í bílnum er. Hinn bíllinn, 1969 árgerð af Chevrolet Camaro, inniheldur líklega, að sögn lögreglunnar, þrjá unglinga sem saknað var í nóvember árið 1970. Unglingarnir voru 18 ára stúlka, 18 og 16 ára piltar. Það sem er kannski einkennilegast við þennan fund er af hverju vatnið var ekki slægt áður í leitinni af öllu þessu fólki og að þau finnist loksins nú. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafa víst verið frumstæðari þá og hún ekki eins vel tækjum búin og nú er. Þessi fundur hefur nú leyst nokkrar ráðgátur fyrri tíma.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent