Shaneka Gordon og Vesna Smiljkovic framlengdu á dögunum samninga sína við ÍBV til eins árs. Þær hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðinu undanfarin ár.
Vesna hefur verið á mála hjá ÍBV undanfarin þrjú tímabil en hún var töluvert frá keppni í sumar vegna meiðsla á öxl. Hin eldfljóta Shaneka kom frá Grindavík fyrir tveimur árum og hefur reynst Eyjamönnum vel.
Spánverjinn Ana Maria Escribano og Nadia Lawrence hafa mikinn áhuga á að spila áfram með liðinu að því er fram kemur á heimasíðu ÍBV. Spænski varnarmaðurinn missti af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla og Nadia Lawrence var inn og út úr liðinu.
Eyjakonur endurheimta marga sterka leikmenn úr meiðslum á næstu vikum og mánuðum. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Svava Tara Ólafsdóttir eru þeirra á meðal. Þá hefur Sigríður Lára Garðarsdóttir gengist undir aðgerð vegna krossbandaslita og hefur bati hennar verið framar vonum að því er fram kemur á heimasíðu ÍBV.
Leikmenn koma til æfinga þann 1. nóvember.
Shaneka og Vesna áfram í Eyjum
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn


Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn