Nýjasta mynd Róberts Inga Douglas, Svona er Sanlitun (This is Sanlitun), er opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) í ár.
Myndin er fjórða leikna kvikmynd leikstjórans, og sú fyrsta í átta ár, en hann gerði áður myndirnar Íslenski draumurinn, Maður eins og ég og Strákarnir okkar. Myndin er tekin upp í Kína þar sem Róbert hefur verið búsettur undanfarið.
Svona er Sanlitun verður frumsýnd í Háskólabíói þann 26. september en hún er heimsfrumsýnd í kvöld á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Miðasala á frumsýninguna í Háskólabíói fer fram á vefsíðu RIFF.
Svona er Sanlitun opnunarmynd RIFF
