Þetta er frábært tækifæri 10. september 2013 16:48 Hrefna Hagalín framleiddi myndina Monika sem hefur valin til sýningar á kvikmyndahátíðinni RIFF. Mynd/Hrefna Hagalín Kvikmyndin Monika, sem er útskriftarverkefni Gunnu Helgu Sváfnisdóttur, frá Kvikmyndaskóla Íslands, hefur verið valin til sýningar á kvikmyndhátíðinni RIFF- Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík ,sem verður haldin dagana 26. september til 6. október næstkomandi. Hrefna Haglín, frænka Gunnu, framleiddi myndina og segir það vera frábært tækifæri fyrir leikstjóra að vera boðið að sýna á RIFF. „Þetta er fyrst og fremst frábær kynning á myndinni og í leiðinni kemst maður í kynni við annað fólk innan kvikmyndageirans. Monika fjallar um stúlku sem hefur alltaf verið fyrirmyndar samfélagþegn, eiginkona, nemandi og starfsmaður, en streitist á móti þegar fullkomnun virðist algjör. Hún gerir sér grein fyrir því að hingað til hefur allt verið metið á andlausan mælikvarða; einkunnir, álit annarra og launatékkar. Hún heldur því í andlegt ferðalag sem tekur á, en er að lokum þess virði. Hrefna segir að tökur myndarinnar hafi gengið vel og að teymið hafi verið sannkallað draumateymi. "Pabbi Gunnu, hann Sváfnir Sigurðarson, samdi tónlistina í myndinni og allir tökustaðirnir voru innan fjölskyldunnar. Þetta er því hálfgert fjölskylduverkefni segir,“ Hrefna glaðleg. Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmyndin Monika, sem er útskriftarverkefni Gunnu Helgu Sváfnisdóttur, frá Kvikmyndaskóla Íslands, hefur verið valin til sýningar á kvikmyndhátíðinni RIFF- Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík ,sem verður haldin dagana 26. september til 6. október næstkomandi. Hrefna Haglín, frænka Gunnu, framleiddi myndina og segir það vera frábært tækifæri fyrir leikstjóra að vera boðið að sýna á RIFF. „Þetta er fyrst og fremst frábær kynning á myndinni og í leiðinni kemst maður í kynni við annað fólk innan kvikmyndageirans. Monika fjallar um stúlku sem hefur alltaf verið fyrirmyndar samfélagþegn, eiginkona, nemandi og starfsmaður, en streitist á móti þegar fullkomnun virðist algjör. Hún gerir sér grein fyrir því að hingað til hefur allt verið metið á andlausan mælikvarða; einkunnir, álit annarra og launatékkar. Hún heldur því í andlegt ferðalag sem tekur á, en er að lokum þess virði. Hrefna segir að tökur myndarinnar hafi gengið vel og að teymið hafi verið sannkallað draumateymi. "Pabbi Gunnu, hann Sváfnir Sigurðarson, samdi tónlistina í myndinni og allir tökustaðirnir voru innan fjölskyldunnar. Þetta er því hálfgert fjölskylduverkefni segir,“ Hrefna glaðleg.
Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira