Naut ruglast á mótorhjóli og kú Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2013 08:45 Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Vonbrigði nautsins sem hér sést hafa fyrir víst verið mikil. Eins og flest önnur naut ætlaði það að sinna náttúrlegri skyldu sinni og fjölga í eigin stofni. Ekki verður þó fallegur kálfur til í þetta sinn. Nautið hélt að þar færi bærileg kú en reyndin var sú að þar fór álitlegt mótorhjól. Skondnar eru aðfarir nautsins er það hnusar fyrst að stýri hjólsins, röltir síðan aftur fyrir það og prílar svo aftan á það fullt áhuga og ákveðið í að sinna skyldu sinni. Við það fellur hjólið og vonbrigðin og undrun nautsins þess meiri. Vonandi tekst betur til við næstu sæðingu þessa duglega nauts.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent