BL frumsýnir þrjá BMW sportara Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 15:38 Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Nýr BMW 428i Coupe xDrive, nýr BMW 525d xDrive og nýr BMW 320d xDrive Grand Turismo bílar verða frumsýndir á BMW sýningu í BL á morgun, laugardag. Stjarna sýningarinnar verður nýr og glæsilegur tveggja hurða BMW 428i Coupe. Nýi fjarkinn er að mestu smíðaður á álgrind eins og 3 línan en er bæði breiðari, lægri og lengri eins og gjarnt er um sportbíla. Með xDrive tölvuvæddu fjórhjóladrifi, 8 gíra sjálfskiptingu og vél sem er 245 hestöfl er hröðunin frá 0 í 100 km 5,8 sek. Nýi 428i Coupe bíllin verður sýndur í sérstakri sportútgáfu með ríkulegum búnaði. BMW 525d xDrive er endurbætt útgáfa af 5 línunni sem er næst stærsta útgáfan í fólksbílalínunni frá BMW. Nýr BMW 525d xDrive er eins og nafnið bendir til með fjórhjóladrifi og 218 hestafla dísilvél sem notar einungis 5 lítra af eldsneyti í langkeyrslu. BMW 320d xDrive Grand Turismo er ný útgáfa í 3 línunni með mikið rými fyrir farþega og farangur. Nýr Grand Turismo er með 2,0 lítra dísilvél, 184 hestöfl og eldsneytiseyðslu allt niður í 4,5 lítra á hundraði í langkeyrslu.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent