Ný metangasstöð Olís í Mjódd Finnur Thorlacius skrifar 27. september 2013 15:24 Olís metangasstöðin í Mjódd. Ný og fullkomin metanafgreiðsla með tveimur dælum hefur verið opnuð á þjónustustöð Olís í Mjódd. Metanið er framleitt á Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. „Opnun metanafgreiðslunnar er liður í aukinni þjónustu okkar við notendur metanbifreiða sem hefur farið fjölgandi á Íslandi. Það er auðvitað þjóðhagslegur ávinningur að nota íslenskt eldsneyti auk þess sem metan er mun umhverfisvænna en annað eldsneyti. Olís stígur með því enn eitt græna skrefið en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi. Félagið kynnti í vor fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en þekkst hefur,“ segir Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri smásölu- eldsneytissviðs Olís. Metaneldsneyti hefur verið notað til að knýja bíla á Íslandi frá árinu 2000. Eldsneytið er 95-98% hreint metan. Minni hávaði er frá metanknúnum bifreiðum og mengun er töluvert minni. Úblástursefni eru í töluvert minna magni við brennslu metans en bensíns eða dísel. Koldíoxíð er um 20% minna í metanbílum en venjulegum bílum. Koldíoxíð myndast við brennslu metangass í bílvél en þá er verið að flytja koldíoxíð sem hefði hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum út í andrúmsloftið. Heildaraukning koldíoxíðs í andrúmslofti er því engin og á móti kemur líka að koldíoxíð sem hefði myndast í venjulegri bifreið sparast. Þessi sparnaður er um það bil 260 g koldíoxíð á km. Notkun metans sem ökutækjaeldsneytis sparar ekki einungis útblástur heldur hefur notkun þess ýmsa aðra kosti. Stærri ökutæki m.a. vörubílar og rútur eru hljóðlátari en sambærileg ökutæki sem knúin eru díeselolíu. Metanökutæki henta því afar vel í þéttri miðborgarumferð t.d. sem strætisvagnar, sorpbílar eða götusópar. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent
Ný og fullkomin metanafgreiðsla með tveimur dælum hefur verið opnuð á þjónustustöð Olís í Mjódd. Metanið er framleitt á Álfsnesi og unnið úr hauggasi sem verður til úr lífrænum úrgangi sem þar er urðaður. Við vinnsluna verður til vistvænt íslenskt eldsneyti. „Opnun metanafgreiðslunnar er liður í aukinni þjónustu okkar við notendur metanbifreiða sem hefur farið fjölgandi á Íslandi. Það er auðvitað þjóðhagslegur ávinningur að nota íslenskt eldsneyti auk þess sem metan er mun umhverfisvænna en annað eldsneyti. Olís stígur með því enn eitt græna skrefið en félagið hefur um árabil unnið skipulega að umhverfis- og uppgræðslumálum hér á landi. Félagið kynnti í vor fyrst íslenskra olíufyrirtækja díselolíu blandaða með VLO, eða vetnismeðhöndlaðri lífrænni olíu, sem er hreinna og umhverfisvænna díseleldsneyti en þekkst hefur,“ segir Jón Ó. Halldórsson, framkvæmdastjóri smásölu- eldsneytissviðs Olís. Metaneldsneyti hefur verið notað til að knýja bíla á Íslandi frá árinu 2000. Eldsneytið er 95-98% hreint metan. Minni hávaði er frá metanknúnum bifreiðum og mengun er töluvert minni. Úblástursefni eru í töluvert minna magni við brennslu metans en bensíns eða dísel. Koldíoxíð er um 20% minna í metanbílum en venjulegum bílum. Koldíoxíð myndast við brennslu metangass í bílvél en þá er verið að flytja koldíoxíð sem hefði hvort eð er orðið til á urðunarstaðnum út í andrúmsloftið. Heildaraukning koldíoxíðs í andrúmslofti er því engin og á móti kemur líka að koldíoxíð sem hefði myndast í venjulegri bifreið sparast. Þessi sparnaður er um það bil 260 g koldíoxíð á km. Notkun metans sem ökutækjaeldsneytis sparar ekki einungis útblástur heldur hefur notkun þess ýmsa aðra kosti. Stærri ökutæki m.a. vörubílar og rútur eru hljóðlátari en sambærileg ökutæki sem knúin eru díeselolíu. Metanökutæki henta því afar vel í þéttri miðborgarumferð t.d. sem strætisvagnar, sorpbílar eða götusópar.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þrír handteknir grunaðir um stórfellda líkamsárás Innlent