Knattspyrnumaðurinn Robert Lewandowski, leikmaður Borussia Dortmund, hefur nú staðfest við fjölmiðla að hann muni ganga til liðs við Bayern Munchen í byrjun næsta árs en þá rennur samningur hans út við Dortmund.
Leikmaðurinn var orðaður við félagið stóran hluta af síðasta tímabili og í allt sumar en að lokum varð hann um kyrrt hjá Dortmund.
Leikmaðurinn var í gær spurður hvort hann myndi fara til félagsins í janúarglugganum og svaraði hann því játandi.
Samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla mun framherjinn skrifa undir fjögurra ára samning við þýsku meistarana.
Lewandowski fer til FC Bayern í janúar
Stefán Árni Pálsson skrifar
