KV komst í dag upp í 1. deild karla í knattspyrnu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Gróttu í hreinum úrslitaleik um sætið.
Gróttumenn urðu að vinna leikinn til þess að fara upp en jafntefli nægði fyrir Knattspyrnufélag Vesturbæjar.
Andri Gíslason skoraði fyrsta mark leiksins á áttundu mínútu þegar Grótta komst yfir en það var Einar Bjarni Ómarsson sem jafnaði metin úr vítaspyrnu á 27. mínútu.
Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og KV upp í 1. deild. Ljósmyndari Vísis Daníel Rúnarsson var á svæðinu og tók þessar frábæru myndir af fagnaðarlátum KV manna.
KV upp í 1. deild | Myndir
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti


Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Svona var þing KKÍ
Körfubolti

Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn
Enski boltinn


„Þetta var góður gluggi fyrir marga“
Handbolti
