Theodór Elmari Bjarnasyni var skipt af velli í 1-0 tapi Randers gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Nordsjælland hefur farið skelfilega af stað en liðið hafði aðeins unnið einn leik í fyrstu níu umferðum deildarinnar. Liðið varð danskur meistari árið 2012 og spilaði í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Elmar, sem hlotið hefur töluvert lof fyrir leik sinn undanfarnar vikur, fór af velli á 82. mínútu. Randers er um miðja deild með tólf stig en Nordsjælland er á botninum með átta stig.
