„Þeir voru staðráðnir í að vinna. Ég held að það hafi skipt miklu máli hversu einbeittir við vorum,“ sagði Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem stýrði liði meginlandsins. Talsverð spenna var í mótinu en liðin voru jöfn, 9-9, eftir þrjá keppnisdaga.
Það var Ítalinn Francesco Molinari sem tryggði meginlandinu sigur með því að leggja Englendinginn Chris Wood að velli. Sam Torrance stýrði liði Bretlandseyja sem hafði unnið sex sinnum í röð þar til í gær.
Mótið er nefnt eftir spænsku goðsögninni Seve Ballesteros sem féll frá fyrir tveimur árum. Hann átti stóran þátt í stofnun keppninnar og var jafnan fyrirliði meginlands Evrópu.

Úrslit í tvímenning:
Gonzalo Fernandez-Castano gerði jafntefli við Jamie Donaldson
Nicolas Colsaerts vann Paul Casey 1 upp
Joost Luiten tapaði fyrir Tommy Fleetwood 3&2
Thomas Bjorn gerði jafntefli við Simon Khan
Gregory Bourdy vann Scott Jamieson 4&3
Thorbjorn Olesen tapaði fyrir Marc Warren 4&3
Matteo Manassero vann Stephen Gallacher 3&2
Mikko Ilonen tapaði fyrir Paul Lawrie 2&1
Miguel Angel Jimenez vann David Lynn 6&4
Francesco Molinari vann Chris Wood 3&2