Fótbolti

Malmö færist nær sænska titlinum

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Þóra Björg Helgadóttir varði mark LdB Malmö sem lagði KIF Örebro 4-2 í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Malmö var 1-0 yfir í hálfleik.

Sara Björk Gunnarsdóttir tók út leikbann í dag en það kom ekki að sök því Manon Melis kom Malmö yfir strax á sjöttu mínútu.

Kathleen Radtke kom Malmö í 2-0 á þriðju mínútu seinni hálfleiks og á 63. mínútu kom Ramona Bachmann liðinu í 3-0.

Strax mínútu síðar minnkaði Sarah Michael muninn í 3-1. Fjórum mínútum síðar skoraði Sara Larsson sjálfsmark og munurinn aftur kominn í þrjú mörk, 4-1. Elin Magnússon minnkaði muninn í 4-2 á 87. mínútu og þar við sat.

Malmö er komið með sex stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf því aðeins eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum til að tryggja sér titilinn.

Örebro er í fimmta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×