Söluhæsti bíll Noregs er Tesla Model S Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 12:45 Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Vafalaust hefur rafmagnsbíll aldrei verið söluhæsti bíllinn í nokkru landi áður, en í september nýliðnum var rafmagnsbíllinn Tesla Model S söluhæsti einstaki bíllinn í Noregi. Það seldust 616 Tesla Model S bílar í síðasta mánuði af alls 12.168 bílum, eða 5,1% þeirra. Volkswagen seldi 1.512 bíla, en salan dreifðist á margar bílgerðir. 1.044 rafmagnsbílar seldust í Noregi í september, eða 8,6% heildarsölunnar. Norðmenn eru alveg vitlausir í rafmagnsbíla og ekki í neinu landi er hærra hlutfall þeirra og fjöldi Nissan Leaf bíla er hreint ótrúlegur þar. Það virðist engin hindrun hjá nágrönnum okkar í Noregi að Tesla Model S er fremur dýr bíll, en það hjálpar þó talsvert uppá að hið opinbera hefur gefið eftir flest gjöld á rafmagnsbíla þar og eigendur þeirra njóta að auki ýmissa fríðinda eins og að fá að aka á akreinum fyrir strætisvagna og þeir leggja frítt í stæði í höfuðborginni Osló og víðast hvar. Margur vellríkur forstjórinn verður nú snöggur í miðbæinn og ekki í vandræðum með bílastæði.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent