Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 18:15 Zlatan Ibrahimović. Mynd/AP Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Svíinn Zlatan Ibrahimović skoraði tvö mörk fyrir Paris Saint-Germain í kvöld og franska liðið afgreiddi leikinn strax á fyrsta hálftíma leiksins með því að skora þá öll þrjú mörkin sín. Benfica vann fyrsta leikinn sinn en átti ekki möguleika í kvöld. Didier Drogba kom Galatasaray yfir á móti á Juventus í fyrsta leik tyrkneska liðsins undir stjórn Roberto Mancini en liðin sættust á endanum á 2-2 jafntefli. Konstantinos Mitroglou, 25 ára grískur framherji, skoraði þrennu fyrir Olympiakos í 3-0 útisigri á Anderlecht í Belgíu í kvöld en liðin eru með Paris Saint-Germain í riðli. Jens Hegeler tryggði Bayer Leverkusen 2-1 heimasigur á Real Sociedad með marki beint úr aukaspyrnu á annarri mínútu í uppbótartíma. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld. Leikmenn Real Madrid hafa skorað tíu mörk í tveimur fyrstu leikjum sínum í meistaradeildinni í vetur. Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg. Manchester United er ennþá á toppi síns riðils í Meistaradeildinni í fótbolta þrátt fyrir að hafa séð á eftir tveimur stigum í kvöld. Manchester United var yfir í 58 mínútur á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu en varð að sætta sig á endanum við 1-1 jafntefli. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir úrslit og markaskora í öllum leikjum kvöldsins en það er hægt að nálgast frekari upplýsinga um leikina með því smella á þá í Boltavaktinn sem er aðgengileg hér neðst á síðunni.Mynd/NordicPhotos/GettyÚrslit og markaskorar í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðillShakhtar Donetsk - Manchester United 1-1 0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)Bayer Leverkusen - Real Sociedad 2-1 1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1 Jens Hegeler (90.)B-riðillReal Madrid - FC Kaupmannahöfn 4-0 1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel di María (90.+1)Juventus - Galatasaray 2-2 0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.), 2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut (88.)C-riðillAnderlecht - Olympiakos 0-3 0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Konstantinos Mitroglou (56.), 0-3 Konstantinos Mitroglou (72.)Paris Saint-Germain - Benfica 3-0 1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos (25.), 2-0 Zlatan Ibrahimović (30.)D-riðillManchester City - Bayern München 1-3 0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.), 0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)CSKA Moskva - Viktoria Plzen 3-2 0-1 František Rajtoral (4.), 1-1 Zoran Tošić (19.), 2-1 Keisuke Honda (29.), 3-1 Sjálfsmark (78.), 3-2 Marek Bakos (90.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira