Ástralskur þingmaður úr flokki bílaáhugamanna Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2013 10:30 Bílaáhugamaðurinn Ricky Muir er kominn á þing í Ástralíu. Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent
Fyrsti þingmaðurinn sem vitað er að sest hafi á þing fyrir bílaáhugamenn var kjörinn nýlega í Ástralíu. Hann heitir Ricky Muir og er meðlimur stjórmálaflokksins Australian Motoring Enthusiast Party, þ.e. flokknum Bílaáhugamenn. Þessi flokkur gætir hagsmuna bíleigenda og stendur vörð um alla þá þætti stjórnkerfisins sem snerta rekstur bifreiða, vegakerfi, reglugerðir, skattheimtu, öryggismál og bílakennslu og -fræðslu. Flokkurinn berst einnig fyrir samræmdri löggjöf um alla Ástralíu, en nú eru mismunandi reglugerðir um bíla sem gilda eftir landssvæðum þar. Í Ástralíu er ekki tjaldað til einnar nætur þegar kosið er því þingmenn eru kjörnir til 6 ára í senn og situr því Ricky Muir fyrir Victoria fylki til ársins 2019 fyrir flokkinn Bílaáhugamenn. Sannarlega var kominn tími til þess að einhver berðist fyrir hagsmunum bíleigenda á þingi einhversstaðar í heiminum.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent