Samúel: Stóðum ekki undir nafni í fyrri hálfleik Sigmar Sigfússon skrifar 19. október 2013 16:19 Samúel Ívar í leik með Haukum. „Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikur var ömurlegur hjá okkur en þetta hefði getað farið enn verr,“ sagði Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, eftir skelfilegt tap gegn ÍBV, 28-37, í Olís-deild karla í dag. HK-ingar töpuðu leiknum í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk 24 mörk á sig en skoruðu aðeins 12. „Það eru ákveðnir hlutir sem við þurfum að vinna í og svo erum við að spila með leikmenn sem eru enn að jafna sig vegna meiðsla. Við vitum það að hver leikur er barátta og brekka. Við stóðum svo sannarlega ekki undir nafni í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var miklu betri.“ HK-ingar spiluðu betur í seinni hálfleik en munurinn var of mikill á liðunum í dag og heimamenn áttu aldrei möguleika í leiknum. „Ég hef allavega gaman af því að það eru leikmenn í hópnum sem hafa ekki gaman af því að láta hreinsa sig út úr leiknum. Þeir sem spiluðu seinni hálfleikinn, allir með tölu, spiluðu vel og voru að leggja sig fram,“ sagði Samúel en hann leyfði minni spámönnum að spreyta sig í seinni hálfleik. „Að sama skapi voru Eyjamenn farnir að róa sig aðeins niður þar sem leikurinn kláraðist í fyrri hálfleik. Þeir veittu ekki eins mikla mótspyrnu á þeim kafla en ég ætla samt ekkert að taka af mínum mönnum.“ „Menn eru fljótir að missa haus ef þeir líta á töfluna en mér fannst strákarnir taka þeirri áskorun ágætlega. Þeir mættu í seinni hálfleikinn og héldu áfram að vinna í þeim hlutum sem við erum að reyna að gera.“ „Þessi byrjun er ekki farin að leggjast á strákana að mínu mati. Ef til vill eru þeir örlítið meira hikandi en þeir voru í haust þegar þeir höfðu aðeins meiri trú á sér. Það er ljóst að þegar þú tapar fjórum leikjum í röð að þá spilar það alltaf aðeins inn í. En ég er ekki að sjá einhverja uppgjöf og eintómt volæði. Menn þurfa bara að halda áfram að berjast. Það besta við svona leiki er að strákarnir læra mikið og setja í reynslubankann,“ sagði Samúel, staðráðinn að snúa við gengi sinna manna, að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Sjá meira