Í kvöld heldur Emmsjé Gauti tónleika í Hörpu ásamt hljómsveitinni Úlfur Úlfur og Agent Fresco.
Emmsjé Gauti mun leika blöndu af gömlum og nýjum lögum sem koma út á breiðskífunni Þeyr seinna á þessu ári.
Úlfur Úlfur munu einnig leika nokkur ný lög af plötu sem þeir eru með í vinnslu.
Agent Fresco sjá um að stjórna tónlistinni og spila undir en flest lögin verða tekin í öðruvísi útsetningum en fólk hefur heyrt áður.
Hér að neðan má heyra Emmsjé Gauta taka lagið Kinky með þeim Kela og Vigni úr Agent Fresco á FM957 í morgun.
