Löður með Rain-X á allan bílinn Finnur Thorlacius skrifar 18. október 2013 10:15 Svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á svampburstastöð Löðurs á Fiskislóð 29 þar sem nýr hugbúnaður hefur verið tekinn í notkun auk þess sem boðið er upp á þá nýjung að yfirborðshylja allan bílinn með Rain-X.,,Við setjum á Rain-X á allan bílinn en þetta efni er vel þekkt um allan heim og býður upp fullkomna yfirborðsvörn á bílinn. Það gefur okkur sérstöðu að við yfirborðshyljum allan bílinn með Rain-X en ekki bara framrúðuna eins og alla jafna tíðkast,“ segir Páll Magnússon, rekstrar- og tæknistjóri á Löðri.,,Við tókum svampburstastöðina alveg í gegn og fengum nýjan og afar fullkomin tölvuhugbúnað sem er sá nýjasti í geiranum og hefur verið m.a. settur upp hjá Audi í Þýskalandi. Þetta er raunar ný stjórnstöð sem gerir alla vinnsluna á þessum 55 metra löngu þvottabraut öruggari og skilvirkari. Þvotturinn fer fram af mikilli nákvæmni. Við önnum einnig fleiri bílum sem þýðir að það dregur úr biðtíma viðskiptavina á háannatímum. Við erum stoltir af stöðinni og vörunum sem við erum að bjóða,“segir Páll og bætir við að boðið sé upp á dekkjasvertu sem er einnig nýjung og auk þess ný efni. Löður býður einnig upp á Rain-X á allan bílinn á snertilausu þvottastöðvum fyrirtækisins á Fiskislóð 29 og Grjóthálsi 8.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent