Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 13:23 Tord Lien, nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira