Olíu- og orkumálaráðherra sóttur inn í raforkufyrirtæki Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2013 13:23 Tord Lien, nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs. Mynd/Reynir Jóhannesson. Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum. Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Nýr olíu- og orkumálaráðherra Noregs kemur úr Framfaraflokknum, heitir Tord Lien, og býr í Þrándheimi. Fyrstu viðbrögð olíugeirans eru að fagna skipan hans. Norska ríkisútvarpið NRK hefur eftir stjórnarformanni olíufélagsins Det Norske að menn séu mjög ánægðir með valið og vonast til að hann verði ekki síðri en Ola Borten Moe, sem olíumenn töldu standa sig vel. Olíuiðnaður er mikilvægasti atvinnuvegur landsins og skilaði í fyrra 86 prósentum af útflutningstekjum Norðmanna. Ráðherra olíumála er því talinn með valdamestu stjórnmálamönnum landsins. Meðal verkefna hans á næstunni verður að taka afstöðu til þess hvort Norðmenn haldi áfram að auka samstarf við Íslendinga í olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Á það reynir þegar Tord Lien ákveður hvort norsk stjórnvöld nýti sér rétt til 25% þátttöku í þriðja íslenska sérleyfinu á Drekasvæðinu, með Eykon Energy og kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC. Tord Lien er utan þings og tók í september við yfirmannsstöðu hjá Trønder Energi, sem er héraðsraforkufyrirtæki í eigu 24 sveitarfélaga í Syðri-Þrændalögum. Hann sat á Stórþinginu frá 2005 til 2013 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. Viðbrögð norska sjávarútvegsins gagnvart nýjum sjávarútvegsráðherra, Elisabeth Aspaker frá Hægri-flokknum, eru hins vegar ekki jafn jákvæð. Samkvæmt Fiskeribladet-Fiskaren hafa menn lýst efasemdum og segjast ekki vita til þess að hún hafi mikið blandað sér í umræður um fiskveiðar. Elisabeth Aspaker kemur reyndar úr fiskveiðisamfélagi á Lófót, er kennari frá Harstad í Troms-fylki, og var talsmaður Hægri-flokksins í skólamálum.
Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira