Poppkornsát dregur úr áhrifamætti auglýsinga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. október 2013 13:41 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. mynd/getty Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“ Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Að borða poppkorn gerir bíógesti ónæma fyrir auglýsingum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var við Kölnarháskóla í Þýskalandi. 96 manns var boðið að horfa á kvikmynd og helmingur fékk allt það poppkorn sem það gat í sig látið. Hinn helmingur bíógesta fékk einn sykurmola á mann til þess að sjúga. Meðan á þessu stóð voru spilaðar auglýsingar sem ekki höfðu áður sést í Þýskalandi. Viku síðar voru þátttakendum sýndar ljósmyndir, bæði af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið sem og öðrum vörum, og kom í ljós að auglýsingarnar höfðu ekki haft nein áhrif á popphákana. Sykurmolahópurinn sýndi hins vegar mun jákvæðari viðbrögð við myndum af þeim vörum sem auglýstar höfðu verið viku áður. Tilraunin var endurtekin með nýjum hópi fólks, í þetta skiptið 188 manns, nema að viku síðar voru þátttakendurnir látnir velja húðkrem og góðgerðarsamtök til að styrkja. Valkostirnir voru sex í hvoru tilfelli fyrir sig en þrjár tegundir húðkremanna og góðgerðarsamtakanna höfðu verið auglýstar viku áður. Sama niðurstaða fékkst, þar sem sykuræturnar völdu frekar þær vörutegundir sem höfðu verið auglýstar áður á meðan popphópurinn virtist ekki hafa orðið fyrri neinum áhrifum af auglýsingunum. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að þegar mannsheilinn reynir að leggja nöfn nýrra vörumerkja á minnið sendir hann boð til tungu og munns. Þegar manneskjan er að borða truflar það hins vegar þessi boð. „Niðurstöðurnar benda til þess að sælgætissala í kvikmyndahúsum dragi úr áhrifum auglýsinganna,“ segir Sascha Topolinski, einn úr rannsóknarteyminu. „Í framtíðinni gætu auglýsendur farið að reyna að koma í veg fyrir að sælgæti sé selt áður en að kvikmyndasýningar hefjast.“
Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent