Ford ætlar á lúxusbílamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2013 10:15 Ford Mondeo Vignale Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent
Á bílasýningunni í Frankfürt í síðasta mánuði sýndi Ford Vignale bíl sinn, sem er lúxusútgáfa af Mondeo bílnum. Hann verður sá fyrsti sem Ford mun kynna í nýrri lúxusbíladeild sinni. Ford ætlar greinilega ekki að eftirláta þýsku lúxusbílaframleiðendunum Audi, BMW og Mercedes Benz, sem og Lexus, Infinity og Acura frá Japan alveg um þennan markað. Ekki er ljóst hve margar bílgerðir Ford ætlar að bjóða undir þessum merkjum, en þessir bílar verði á sama verðbili og ST kraftabílar Ford. Þessir bílar eiga samt að draga að annarsskonar markhóp, sem sækist eftir miklum gæðum og lúxus í bílum sínum. Ford segir að þessi hópur bílkaupenda tilheyri efsta 15% laginu í verðbili bíla. Vignale bílar Ford verða víst 10% dýrari en Titanium útfærslur, þ.e. dýrustu útfærslur núverandi bíla Ford. Um 500 söluaðilar Ford í Evrópu munu selja Vignale útfærslurnar og áætla Ford menn að sala þeirra verði um 10% af sölu allra Ford bíla í Evrópu, en um 5% heildarsölunnar í heiminum.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent