Hraðasta kona heims Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2013 10:30 Farartæki Jessi Combs er með 50.000 hestafla þotuhreyfil. Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent
Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent