Handbolti

Jafntefli í slag Kára og Snorra Steins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson lék vel með GOG í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson lék vel með GOG í dag. Mynd/HSÍ
Landsliðsmennirnir Kári Kristjánsson og Snorri Steinn Guðjónsson mættust í dag með liðum sínum í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en Bjerringbro-Silkeborg og GOG Håndbold gerðu þá 30-30 jafntefli.

Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik og var markahæstur hjá GOG með sjö mörk. Kári Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir Bjerringbro-Silkeborg.

GOG var 18-13 yfir í hálfeik en lið Bjerringbro-Silkeborg byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði að jafna í 20-20. Lokakafli leiksins var síðan æsispennandi.

Bjerringbro-Silkeborg byrjaði mótið ekki vel en var búið að vinna tvo af síðustu þremur leikjum sínum. Liðið er nú ú 8. sæti með sjö stig einu stigi á eftir AaB Håndbold og tveimur stigum á eftir GOG sem er eitt þriggja liða með níu stig í 4. til 6. sæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×