Björgunarmiðstöð verði á Bjarnarey Kristján Már Unnarsson skrifar 11. október 2013 16:22 Bjarnarey er miðja vegu milli Svalbarða og nyrsta odda Noregs. Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp. Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Einn helsti áhrifamaður olíugeirans í Norður Noregi hvetur norsk stjórnvöld til að gera Bjarnarey að björgunarmiðstöð vegna olíuleitar í Barentshafi en eyjan er miðja vegu milli nyrsta odda Noregs og Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheter. Blaðið vitnar í erindi sem Johan Petter Barlindhaug, stjórnarformaður North Energy, olíufélags í Norður-Noregi, flutti nýlega á ráðstefnu um olíu- og efnahagsmál. Fram kemur að hafís, myrkur, ölduhæð og hafdýpi séu aðeins hluti af þeim áskorunum sem felist í olíuvinnslu í Barentshafi. Ef þar eigi að verða framtíðarolíusvæði Noregs verði að koma til björgunar- og fjarskiptamiðstöð. Í dag sé á mörkunum að þyrlur dragi frá meginlandinu til olíusvæða Barentshafs, nema með mjög skertu burðarþoli. Barlindhaug segir algerlega ljóst, eftir að miklar olíulindir fundust í Barentshafi, að þar sé framundan mikil uppbygging á nýjum olíuvinnslusvæðum. Ekki sé eftir neinu að bíða að takast á við þær áskoranir. Á Bjarnarey þurfi að byggja upp fullkomna leitar- og björgunarmiðstöð. Norðmenn hafa frá árinu 1918 starfrækt veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey og þar eru að jafnaði um tíu starfsmenn. Eyjan er 178 ferkílómetrar að flatarmáli. Hún var talin hernaðarlega mikilvæg á dögum kalda stríðsins og ein af spennusögum rithöfundarins Alistair MacLean gerist á eynni.Norðmenn starfrækja veður- og fjarskiptastöð á Bjarnarey.Stór hluti Bjarnareyjar er í dag friðlýstur. Barlindhaug bendir hins vegar á að ekki þurfi endilega að nýta þann hluta undir björgunarmiðstöð. Vera kunni að svæðið við núverandi fjarskiptastöð nægi en það er undanþegið friðlýsingu. Byggja þurfi upp björgunarmiðstöð með aðflugsbúnaði og flugskýli fyrir þyrlur. Ennfremur þurfi sjúkraaðstöðu til að veita fólki neyðarhjálp.
Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent