10 milljón Mazda bílar seldir í BNA Finnur Thorlacius skrifar 29. október 2013 11:45 Hin heppna Laura með 10.000.000 Mazda bílinn. Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Þegar Laura Carter frá Illinois í Bandaríkjunum ákvað að kaupa sér Mazda3 bíl flaug henni ekki í hug að Mazda myndi gefa henni bílinn. Ástæða gjafarinnar var sú að þessi bíll var sá 10 milljónasti frá upphafi sem Mazda hefur selt í Bandaríkjunum. Mazda hefur selt bíla sína í 43 ár þar og í fyrra seldi Mazda 123.361 bíl þar vestra. Það þýðir reyndar að Mazda hefur átt betri ár í sölusögu sinni þar því ef þessi tala er margfölduð með 43 nær sú tala aðeins 5,3 milljón bílum. Fyrsti bíllinn sem Mazda seldi í Bandaríkjunum var Mazda R100 með Rotary vél, en nú hefur Mazda hætt framleiðslu slíkra véla í bíla sína. Það var heppni Lauru að Mazda ákvað að í stað hefðbundinnar fréttatilkynningar um áfangann ákvað fyrirtækið að gefa þeim sem pantaði 10 milljónasta bílinn það eintak.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent