Handbolti

Sagði dóttur sína látna til að fá nýtt starf

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ivan Cop.
Ivan Cop.
Hegðun slóvenska þjálfarans Ivan Cop hefur vakið hneykslan í grískum handbolta og víðar eftir atburði liðinna daga. TV2 í Noregi fjallar um málið.

Andreas Kongas, forseti Athletic club Romi - Loux, segir Cop hafa logið sig og fleiri fulla til þess að komast frá félaginu. Cop á að hafa tjáð þeim fyrst að dóttir sín hefði lent í bílslysi og væri í dái en í kjölfarið færði hann þeim fréttir að hún væri látin.

Í kjölfarið reyndi gríska félagið að gera allt hvað það gat fyrir þjálfarann. Flug á fyrsta farrými var bókað heim til Slóveníu og forsetinn fylgdi þjálfaranum út á völl og sýndi honum stuðning.

Daginn eftir bárust þau tíðindi frá Slóveníu að Cop væri tekinn við starfi þjálfara hjá FK Borac Banja Luka í Bosníu.

„Vinur minn tjáði mér þetta og ég trúði ekki mínum eigin eyrum. Við ræddum við Cop í hálfa klukkustund til að fá útskýringar á hegðun hans en það var fátt um svör,“ segir Kongas.

Forsetinn hefur tilkynnt málið til handknattleikssambands Grikklands og Evrópska handknattleikssambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×