1. deildarlið Hamranna varð fyrir áfalli í dag er reynsluboltinn Heimir Örn Árnason ákvað að skipta aftur yfir í úrvalsdeildarlið Akureyrar.
Heimir spilaði með Hömrunum gegn Selfossi í gærkvöldi en það var hans síðasti leikur fyrir félagið. Í bili að minnsta kosti.
Heimir er þjálfari Akureyrarliðsins ásamt Bjarna Fritzsyni. Illa hefur gengið hjá liðinu í vetur og þjálfarinn ætlar greinilega að reyna að hjálpa til á vellinum.
Hamrarnir eru ekki af baki dottnir og stefna að því að bæta við sig leikmönnum fyrir lok félagaskiptagluggans.
Heimir skiptir aftur yfir í Akureyri

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
