Golf

Birgir Leifur komst áfram eftir flottan lokahring

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson er kominn á annað stig í úrtökumótunum í bæði Evrópu og Bandaríkjunum.
Birgir Leifur Hafþórsson er kominn á annað stig í úrtökumótunum í bæði Evrópu og Bandaríkjunum.
Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst áfram í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Web.com mótaröðina sem lauk í dag í Georgíu. Birgir Leifur lék lokahringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari og það dugði honum til að komast áfram.

Birgir lék hringina fjóra í mótinu á samtals þremur höggum undir pari og hafnaði í 26. sæti í úrtökumótinu sem fram fór á Pine Mountain golfsvæðinu í Georgíuríki. Alls komust 35 kylfingar áfram á næsta stig.

Á lokahringnum fékk Birgir fimm fugla og tapaði ekki höggi. Birgir fann loksins taktinn í dag og gefur það góð fyrirheit enda stór verkefni framundan hjá kappanum á næstu vikum.

Birgir Leifur er einnig kominn á annað stig í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina og heldur nú til Spánar til keppni þar á næstu dögum. Mótið fer fram í byrjun nóvember. Úrtökumót fyrir annað stig á Web.com mótaröðina fer fram um miðjan nóvember.

Lokastaðan í mótinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×