Benedikt Erlingsson valinn besti leikstjórinn Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. október 2013 11:28 Friðrik Þór og Benedikt Erlingsson. Vísir/Vilhelm Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Benedikt Erlingsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Hross í Oss, var valinn besti leikstjórinn á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Tokýó í dag. Friðrik Þór Friðiksson, leikstjóri og framleiðandi er staddur ásamt Benedikt í Tókýó, en hann er einn framleiðanda kvikmyndarinnar.„Það hefur gengið alveg rosalega vel. Það hefur verið uppselt á allar sýningar og Benni heillar áhorfendur með svörum sínum eftir sýningar,“ segir Friðrik. „Þessi keppni er mjög sterk. Til dæmis er mynd Lukas Moodysson, Vi är bäst, sem sýnd er í Bíó Paradís, í keppninni og fleiri sterkir kvikmyndaleikstjórar,“ bætir Friðrik við en Vi är bäst var valin besta myndin á hátíðinni. Ljóst að verðlaunin eru þýðingarmikil fyrir Benedikt. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Tokýó er nú haldin í tuttugusta og sjötta sinn en hún er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Asíu. Meðal þeirra sem kynntu nýjar myndir sínar á hátíðinni í ár eru leikararnir Robert DeNiro og Tom Hanks og leikstjórarnir Sofia Coppola og Paul Greengrass. Fyrir tæpum mánuði var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian. Hér á Vísir Sjónvarp má sjá skemmtilega nærmynd sem Ísland í dag gerði af honum af því tilefni. Hér fyrir neðan má síðan sjá sýnishorn úr Hross í oss en þess má geta að myndin er framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna sem verða afhent á næsta ári.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira