Besta leiðin til að lifa af umferðarslys er að forðast þau Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2013 16:30 Það eru tvær leiðir til að lifa af umferðarslys, að vera í öruggum og vel búnum bíl eða hreinlega forðast það að lenda í þeim. Fáar sannanir þess eru betri en þessi sem hér sést. Ökumaðurinn Augustin Kuntz sem ekur 20 ára gömlum Porsche 993 C2. Fáir bílar eru líklega heppilegri til þess að skauta framhjá hættum og það er einmitt það sem Kuntz gerir. Á hraðbrautinni sem hann ekur eftir kemur allt í einu bíll þvert inná hana og ekur á bíl sem samstundis hendist útaf hraðbrautinni. Kuntz hinsvegar sveigir af mikilli kúnst framhjá þessu öllu. Hann má þakka góðu veggripi bíls síns hversu auðvelt þetta reynist, sem og góðu útsýni úr bíl hans. Bíll þessa lunkna ökumanns sýnist í fyrstu ekki sá heppilegasti til þessa með mjög mjóa frampósta og að því er sýnist veiburða hönnun, en það eru aksturseiginleikarnir bílsins sem bjarga honum þarna, auk þess sem Porsche bílar eru öruggari í árekstrum en flestir halda. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
Það eru tvær leiðir til að lifa af umferðarslys, að vera í öruggum og vel búnum bíl eða hreinlega forðast það að lenda í þeim. Fáar sannanir þess eru betri en þessi sem hér sést. Ökumaðurinn Augustin Kuntz sem ekur 20 ára gömlum Porsche 993 C2. Fáir bílar eru líklega heppilegri til þess að skauta framhjá hættum og það er einmitt það sem Kuntz gerir. Á hraðbrautinni sem hann ekur eftir kemur allt í einu bíll þvert inná hana og ekur á bíl sem samstundis hendist útaf hraðbrautinni. Kuntz hinsvegar sveigir af mikilli kúnst framhjá þessu öllu. Hann má þakka góðu veggripi bíls síns hversu auðvelt þetta reynist, sem og góðu útsýni úr bíl hans. Bíll þessa lunkna ökumanns sýnist í fyrstu ekki sá heppilegasti til þessa með mjög mjóa frampósta og að því er sýnist veiburða hönnun, en það eru aksturseiginleikarnir bílsins sem bjarga honum þarna, auk þess sem Porsche bílar eru öruggari í árekstrum en flestir halda.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent