Arsene Wenger fékk tap á Emirates í afmælisgjöf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:15 Mynd/NordicPhotos/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það er mikil spenna í riðlinum enda eru Arsenal, Napoli og Borussia Dortmund nú öll með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. Arsenal byrjaði leikinn ekki vel og þetta leit út fyrir að ætla að verða langt kvöld þegar Henrikh Mkhitaryan kom Dortmund yfir á 16. mínútu. Aaron Ramsey tapaði þá boltanum fyrir framan eigin vítateig og Robert Lewandowski kom honum áfram á Armenann Mkhitaryan sem þakkaði fyrir sig og skoraði. Leikmenn Arsenal gerðu hinsvegar vel í að vinna sig inn í leikinn og áttu skilið að fá jöfnunarmark fyrir hálfleik. Mats Hummels bjargði frá Tomáš Rosický á marklínu áður en Olivier Giroud jafnaði metin á 41. mínútu eftir hraða sókn. Neven Subotic, varnarmaður Dortmund og markvörðurinn Roman Weidenfeller misstu af fyrirgjöf Bakary Sagna og Giroud var grimmastur á boltann. Aaron Ramsey kom boltanum í markið á 66. mínútu en dómarinn hafði áður dæmt brot á leikmenn Arsenal. Santi Cazorla átti síðan skot í skeytin á 69.mínútu eftir flottan undirbúning Mesut Özil. Arsenal var miklu líklegra til að bæta við marki en það var Dortmund sem tryggði sér sigurinn með marki eftir skyndisókn á 82. mínútu. Robert Lewandowski skoraði þá með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin Grosskreutz.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Íslenski boltinn Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Fótbolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KA - FH | Bæði lið í leit að fyrsta sigrinum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina Í beinni: Nott. Forest - Man. City | Geta komist í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Í beinni: Liverpool - Tottenham | Liverpool getur orðið Englandsmeistari Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Í beinni: Vestri - Breiðablik | Toppliðið gegn meisturunum Í beinni: FH - FHL | Nýja liðið í leit að fyrsta markinu Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Sjá meira