Atlético Madrid á miklu skriði í Meistaradeildinni - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2013 18:30 Diego Costa er búinn að vera frábær með Atlético Madrid á þessu tímabili. Mynd/AFP Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4) Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Atlético Madrid er komið langleiðina inn í sextán liða úrslitin eftir þriðja sigur sinn í röð í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann sannfærandi 3-0 útisigur á FH-bönunum í Austria Vín í kvöld. Diego Costa skoraði tvö marka Atlético Madrid í Vín en liðið hefur nú fimm stiga forskot á Zenit St. Petersburg sem er í öðru sæti riðilsins. Zenit St. Petersburg þurfti að bíða lengi eftir sigurmarki sínu á móti Porto en tókst að lokum að tryggja sér dýrmætan 1-0 útisigur í Portúgal. Porto-maðurinn Hector Herrera gerði liðsfélögum sínum mikinn grikk þegar hann fékk klaufalegt rautt spjald á sjöttu mínútu fyrir tvö gul spjöld í röð. Það fyrra fyrir brot og það seinna fyrir að tefja framkvæmd aukaspyrnunnar. Porto hélt út í 79 mínútur en Aleksandr Kerzhakov skoraði sigurmark Zenit á 85. mínútu. Fernando Torres var í byrjunarliði Chelsea í hundraðasta skiptið í kvöld og hélt upp á það með því að skora tvö mörk í 3-0 útisigri á þýska liðinu Schalke 04 í E-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hélt upp á 64. afmælið sitt í dag en fékk engin stig í afmælisgjöf þegar Arsenal-liðið tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Borussia Dortmund í toppslagnum í F-riðli Meistaradeildarinnar í fótbolta. Pólverjinn Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok úr hnitmiðari skyndisókn en Arsenal-menn höfðu ekki heppnina með sér á heimavelli sínum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal síðan í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. AC Milan og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í toppslag H-riðils Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld og eru Börsungar því áfram með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Barcelona var miklu meira með boltann að vanda og fékk nóg af færum í leiknum til þess að tryggja sér sigurinn en Marco Amelia stóð sig vel í marki AC Milan og Ítalarnir náðu í stig. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax eru svo gott sem úr leik í Meistaradeildinni eftir 1-2 tap á útivelli á móti Celtic í kvöld. Kolbeinn var nálægt því að opna markareikning sinn í Meistaradeildinni en fyrsta Meistaradeildarmarkið lætur enn bíða eftir sér.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillSchalke 04 - Chelsea 0-3 0-1 Fernando Torres (5.), 0-2 Fernando Torres (68.), 0-3 Eden Hazard (87.)Steaua Búkarest - Basel 1-1 0-1 Marcelo Diaz (48.), 1-1 Leandro Tatu (88.)F-riðillArsenal - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Henrikh Mkhitaryan (16.), 1-1 Olivier Giroud (41.), 1-2 Robert Lewandowski (82.)Marseille - Napoli 1-2 0-1 José Maria Callejón (42.), 0-2 Duván Zapata (67.), 1-2 Jordan Ayew (86.)G-riðillAustria Vín - Atlético Madrid 0-3 0-1 Raúl García (8.), 0-2 Diego Costa (20.), 0-3 Diego Costa (53.)Porto - Zenit St. Petersburg 0-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (85.)H-riðillAC Milan - Barcelona 1-1 1-0 Robinho (9.), 1-1 Lionel Messi (23.)Celtic - Ajax 2-1 1-0 James Forrest, víti (45.), 2-0 Stefano Denswil (54.), 2-1 Lasse Schöne (90.+4)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira