Rory McIlroy er efstur á HSBC-mótinu í golfi sem fram fer þessa dagana í Sjanghæ í Kína en Norður-Írinn fór fyrsta hringinn á tveim höggum undir pari eða á 65 höggum.
McIlroy hefur ekki náð sér á strik á tímabilinu og þarf að standa sig vel á þessu móti til að komast á lokamót Evrópumótaraðarinnar í nóvember.
Jamie Donaldson og Gonzalo Fernández-Castano eru báðir í öðru sætinu, þremur höggum á eftir McIlroy.
