Nýr Nissan GT-R verður tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 13:30 Nissan GT-R. Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent
Alveg mátti búast við því að næsta kynslóð ofurbílsins Nissan GT-R myndi feta sömu slóðir og Porsche 918, McLaren P1 og LaFerrari og í hann yrði settir rafmótorar. Svo til allir ofuröflugir bílar næstu ára verða búnir rafmótorum auk afar öflugra brunavéla. Sölu- og markaðsstjóri Nissan hefur upplýst að næsta kynslóð Nissan GT-R verði með rafmótorum og því verði hann tvinnbíll. Nissan, líkt og aðrir framleiðendur hafa verið ötulir við að búa bíla sína rafmótorum og það sé algjörlega óhjákvæmilegt til að hlýta ströngum kröfum um minni eyðslu þeirra. Markmið Nissan með því að gera GT-R bílinn að tvinnbíl verður ekki bara til þess að gera hann sparneytnari heldur öllu fremur enn öflugri og betri akstursbíl.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent