Stefnir í methagnað Toyota Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 10:30 Samsetningarverksmiðja Toyota. Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent
Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent