Brasilíumaðurinn Hulk varð fyrst hetja Zenit í Meistaradeildinni í kvöld og síðan skúrkur. Þá gerði Zenit 1-1 jafntefli gegn Porto.
Hulk hafði jafnað leikinn fyrir sína menn og fékk síðan tækifæri til þess að koma þeim yfir í síðari hálfleik.
Hann tók þá vítaspyrnu fyrir sitt lið. Spyrnan var skelfilega slök og Helton hafði ekkert fyrir því að verja.
Zenit er eftir sem áður í öðru sæti G-riðils með stigi meira en Porto.
