Brasilíumaðurinn Hulk varð fyrst hetja Zenit í Meistaradeildinni í kvöld og síðan skúrkur. Þá gerði Zenit 1-1 jafntefli gegn Porto.
Hulk hafði jafnað leikinn fyrir sína menn og fékk síðan tækifæri til þess að koma þeim yfir í síðari hálfleik.
Hann tók þá vítaspyrnu fyrir sitt lið. Spyrnan var skelfilega slök og Helton hafði ekkert fyrir því að verja.
Zenit er eftir sem áður í öðru sæti G-riðils með stigi meira en Porto.
Hulk klúðraði víti

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn




Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti