Barcelona er komið í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærandi 3-1 sigur á AC Milan í kvöld.
Lionel Messi skoraði tvívegis og hinn umdeildi Sergio Busquets komst einnig á blað. Það skoraði enginn leikmaður Milan í leiknum því mark þeirra var sjálfsmark hjá Pique.
Barcelona á toppi riðilsins með tíu stig. Milan í öðru sæti með fimm og Ajax í því þriðja með fjögur stig.
