Vonast til að feta í fótspor Of Monsters and Men Bjarki Ármannsson skrifar 1. nóvember 2013 15:00 Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær. Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Hljómsveitin Vök stígur þrisvar á svið á troðfullri utandagskrá Iceland Airwaves í dag. Þetta er fyrsta tónleikahátíð sveitarinnar sem vann Músíktilraunir nú í vor. Hljómsveitina skipa þau Margrét Rán Magnúsdóttir, Andri Már Enoksson og nýliðinn Ólafur Alexander Ólafsson. „Við erum mjög spennt fyrir deginum,“ segir Margrét Rán. „Það verður bullandi stemning og ég hvet alla sem hafa áhuga að mæta.“ Hljómsveitin mun m.a. spila á KEX Hosteli klukkan þrjú. Þeim tónleikum verður útvarpað á vefstöðinni KEXP frá Seattle. Vök fetar þannig í fótspor hljómsveitarinnar Of Monsters and Men sem vann á sínum tíma Músíktilraunir og spilaði á KEXP í tengslum við Iceland Airways. „Já, að sjálfsögðu! Við yrðum meira en hamingjusöm ef okkur tækist það," segir Margrét spurð hvort stefnan sé að feta í fótspor Of Monsters and Men. „En stefnan er að koma breiðskífu í gang og byrja upptökur. Við ætlum að koma henni út í byrjun næsta árs.“ Þeir sem ekki vilja missa af tónleikum Vakar geta sótt Iceland Airwaves-app Símans, sem geymir upplýsingar um alla tónleika hátíðarinnar. Hér fyrir ofan má sjá upptöku af því þegar Vök tók lagið Ég bíð þín í myndveri FM957 í gær.
Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira