Handbolti

Ragnheiður með níu mörk í stóru tapi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir í leik með Fram.
Ragnheiður Júlíusdóttir í leik með Fram. Mynd/Stefán
Fram mátti þola fjórtán marka tap í fyrri leik liðanna gegn Köfem SC frá Ungverjalandi í annarri umferð EHF-bikarkeppni kvenna í gær, 34-20.

Framarar eru því nánast úr leik en síðari leikurinn í einvíginu fer fram ytra síðar í dag. Staðan í hálfleik var 18-10, Ungverjunum í vil, en leikurinn taldist vera heimaleikur Framara.

Hin sextán ára Ragnheiður Júlíusdóttir var langmarkahæst í liði Fram með níu mörk en þessi unga skytta hefur verið í lykilhlutverki hjá Fram eftir að Stella Sigurðardóttir fór utan í atvinnumennsku í sumar.

Hekla Rún Ámundadóttir og Sigurbjörg Jóhannsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Fram í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×