Gæðavottun BGS mikilvæg viðskiptavinum Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2013 15:15 Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. ,,Tilgangur gæðavottunar BGS er að auka gæði þjónustu á hagkvæman og þægilegan hátt og á sama tíma að auka ánægju viðskiptavina. Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og það á að auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Í umboði Bílgreinasambandsins sér BSI á Íslandi um vottun og úttektir á stjórnkerfum verkstæða samkvæmt kröfum BGS staðalsins. Gæðastaðallinn er í stöðugri þróun og var ný útgáfa af honum að koma út á dögunum þar sem tekið er með öflugri hætti á verkferlum. Þá er sérstakur viðauki fyrir rúðuskipti og aðila sem versla með notaða varahluti. Bílgreinasambandið og BSI á Íslandi héldu af því tilefni blaðamannafund í húsakynnum BGS að Gylfaflöt 19 þar sem útgáfa 5 af gæðastaðlinum var kynnt. Nú þegar 40 með vottun ,,Í dag eru 40 verkstæði komin með úttekt og eru gæðavottuð. Hér er um að ræða bifreiða- véla- málningar- og réttingarverkstæði, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða. Stöðugt bætast fleiri fyrirtæki í þennan hóp og ástæðan sú að fyrirtæki hafa séð hag sínum betur borgið með því að vinna eftir þessari gæðavottun. Með henni eru allir verkferlar, unnir eftir gæðahandbók svo að viðskiptavinurinn á að geta treyst því að unnið sé fagmannlega og eftir öllum stöðlum. Öll samskipti við viðskiptavininn eru skráð og rekjanleg. Upplýsingastreymi til viðskiptavinarins er tryggt á meðan bíllinn er í viðgerð. Marvissari vinnuferlar Ákveðnar kröfur eru gerðar um móttöku og öryggi svo eitthvað sé nefnt til að tryggja öryggi viðskiptavinarins,“ segir Özur og bætir við að tryggingafélögin horfi einnig meira til þeirra fyrirtækja sem erum með gæðavottun og beini sínum viðskiptum þangað. Özur segir að ávinningur fyrirtækis með BGS gæðavottun sé margvíslegur. ,,Ábyrgð og kröfur gagnvart viðskiptavinum eru þekktar og vinnuferlin eru markvissari. Það eykur framleiðni og minnkar kostnað. Reglubundið og uppbyggjandi ytra eftirlit er með starfseminni og markvissar úrbætur eru gerðar á því sem betur má fara s.s. vegna kvartana og endurkoma. BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á hagkvæman og þægilegan hátt og örva þar með viðskiptin.“ Ávinningur viðskiptavina Özur segir að ávinningur viðskiptavina sé einnig mikill. ,,BGS vottun auðveldar viðskiptavinum val á fyrirtæki og sýnir einnig vilja fyrirtækis til að tryggja fagleg vinnubrögð og góða þjónustu. Vottunin á að tryggja að kvörtunum viðskiptavina sé vel tekið og brugðist við þeim á samræmdan hátt. Áætlaður tími viðgerða stenst að öllu jöfnu ef engin óvænt atriði koma upp og þjónusta fyrirtækisins er vel skilgreind enda á innra eftirlit fyrirtækis að tryggja fagleg vinnubrögð. Viðgerð er metin og verðtilboð gert fyrirfram og það á að standast komi ekkert óvænt upp á. Ef slíkt gerist er undantekningarlaus haft samband við eigenda bílsins áður en lengra er haldið með verkið. Heilt yfir skilar BGS vottun betri og jafnari þjónust sem þýðir meiri ánægja fyrir viðskitpavinina og einnig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis,“ segir Özur. Sífellt fjölgar í Bílgreinasambandinu Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. ,,Það hefur fjölgað um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Þetta er auðvitað mjög jákvæð þróun og við erum sannarlega ánægð með hana,“ segir Özur. Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent
,,Tilgangur gæðavottunar BGS er að auka gæði þjónustu á hagkvæman og þægilegan hátt og á sama tíma að auka ánægju viðskiptavina. Með vottun skuldbinda fyrirtæki sig til að bæta þjónustu og það á að auka ánægju viðskiptavina með stöðugum umbótum. Reglubundnar úttektir BSI á Íslandi eru til þess fallnar að hafa eftirlit með því að svo sé,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Í umboði Bílgreinasambandsins sér BSI á Íslandi um vottun og úttektir á stjórnkerfum verkstæða samkvæmt kröfum BGS staðalsins. Gæðastaðallinn er í stöðugri þróun og var ný útgáfa af honum að koma út á dögunum þar sem tekið er með öflugri hætti á verkferlum. Þá er sérstakur viðauki fyrir rúðuskipti og aðila sem versla með notaða varahluti. Bílgreinasambandið og BSI á Íslandi héldu af því tilefni blaðamannafund í húsakynnum BGS að Gylfaflöt 19 þar sem útgáfa 5 af gæðastaðlinum var kynnt. Nú þegar 40 með vottun ,,Í dag eru 40 verkstæði komin með úttekt og eru gæðavottuð. Hér er um að ræða bifreiða- véla- málningar- og réttingarverkstæði, söluaðila notaðra varahluta og rúðuverkstæða. Stöðugt bætast fleiri fyrirtæki í þennan hóp og ástæðan sú að fyrirtæki hafa séð hag sínum betur borgið með því að vinna eftir þessari gæðavottun. Með henni eru allir verkferlar, unnir eftir gæðahandbók svo að viðskiptavinurinn á að geta treyst því að unnið sé fagmannlega og eftir öllum stöðlum. Öll samskipti við viðskiptavininn eru skráð og rekjanleg. Upplýsingastreymi til viðskiptavinarins er tryggt á meðan bíllinn er í viðgerð. Marvissari vinnuferlar Ákveðnar kröfur eru gerðar um móttöku og öryggi svo eitthvað sé nefnt til að tryggja öryggi viðskiptavinarins,“ segir Özur og bætir við að tryggingafélögin horfi einnig meira til þeirra fyrirtækja sem erum með gæðavottun og beini sínum viðskiptum þangað. Özur segir að ávinningur fyrirtækis með BGS gæðavottun sé margvíslegur. ,,Ábyrgð og kröfur gagnvart viðskiptavinum eru þekktar og vinnuferlin eru markvissari. Það eykur framleiðni og minnkar kostnað. Reglubundið og uppbyggjandi ytra eftirlit er með starfseminni og markvissar úrbætur eru gerðar á því sem betur má fara s.s. vegna kvartana og endurkoma. BGS vottun er gullið tækifæri til að bæta þjónustuna á hagkvæman og þægilegan hátt og örva þar með viðskiptin.“ Ávinningur viðskiptavina Özur segir að ávinningur viðskiptavina sé einnig mikill. ,,BGS vottun auðveldar viðskiptavinum val á fyrirtæki og sýnir einnig vilja fyrirtækis til að tryggja fagleg vinnubrögð og góða þjónustu. Vottunin á að tryggja að kvörtunum viðskiptavina sé vel tekið og brugðist við þeim á samræmdan hátt. Áætlaður tími viðgerða stenst að öllu jöfnu ef engin óvænt atriði koma upp og þjónusta fyrirtækisins er vel skilgreind enda á innra eftirlit fyrirtækis að tryggja fagleg vinnubrögð. Viðgerð er metin og verðtilboð gert fyrirfram og það á að standast komi ekkert óvænt upp á. Ef slíkt gerist er undantekningarlaus haft samband við eigenda bílsins áður en lengra er haldið með verkið. Heilt yfir skilar BGS vottun betri og jafnari þjónust sem þýðir meiri ánægja fyrir viðskitpavinina og einnig starfsmenn viðkomandi fyrirtækis,“ segir Özur. Sífellt fjölgar í Bílgreinasambandinu Bílgreinasambandið er samtök atvinnurekenda í sölu ökutækja, vöru og þjónustu þeim tengdum. ,,Það hefur fjölgað um 12 fyrirtæki í Bílgreinasambandinu frá því í vor og er það um 10% fjölgun en alls eru nú 126 fyrirtæki skráð í sambandið. Má þar m.a. nefna almenn bílaverkstæði, bílasölur, bílaumboð, hjólbarðaverkstæði, málningar- og réttingarverkstæði, ryðvarnarstöðvar, smurstöðvar, varahlutasalar og fleiri þjónustuaðila í bílgreininni. Þetta er auðvitað mjög jákvæð þróun og við erum sannarlega ánægð með hana,“ segir Özur.
Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent