Níutíu og níu tónleikar að baki 11. nóvember 2013 22:00 Gerrit Schuil Fréttablaðið/Anton Brink Fimmta veturinn í röð er boðið upp á hádegistónleikana „Ljáðu okkur eyra“ í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það var píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sem ákvað að efna til þessarar tónleikaraðar haustið 2009 og hefur hann alla tíð síðan verið listrænn stjórnandi tónleikanna. „Tónleikarnir voru þá hugsaðir sem eins konar andlag tónlistarinnar í því dapurlega andrúmslofti sem ríkti á Íslandi fyrstu misserin eftir efnahagshrunið 2008, stund með tónlist heimsins til að lyfta andanum og vekja mönnum kjark,“ segir Gerrit um tónleikaröðina. „Síðan hefur þjóðin fengið að líta betri daga en hádegistónleikarnir eru enn á sínum stað yfir veturinn og miðla vikulega þeim auði sem verðbréfamarkaðir heimsins treysta sé seint til að skrá og færa til vísitölu“ segir Gerrit, jafnframt. Níutíu og níu tónleikar eru að baki og tónleikar númer eitt hundrað verða í þessari viku, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 12:15 í Fríkirkjunni í Reykjavík og standa í hálftíma. Á þessum tímamótum syngur Ágúst Ólafsson við undirleik Gerrits Schuil sönglög eftir Franz Schubert, sum lítt kunn en önnur alþekkt. Þeir Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil hafa lengi unnið saman að list ljóðasöngsins og unnið þar mörg afrek. Fyrir túlkun sína á þremur ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 hlutu þeir Íslensku tónlistarverðlaunin með umsögninni: „Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóðaflokkum tónbókmenntanna er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.“ Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fimmta veturinn í röð er boðið upp á hádegistónleikana „Ljáðu okkur eyra“ í Fríkirkjunni í Reykjavík. Það var píanóleikarinn og hljómsveitarstjórinn Gerrit Schuil sem ákvað að efna til þessarar tónleikaraðar haustið 2009 og hefur hann alla tíð síðan verið listrænn stjórnandi tónleikanna. „Tónleikarnir voru þá hugsaðir sem eins konar andlag tónlistarinnar í því dapurlega andrúmslofti sem ríkti á Íslandi fyrstu misserin eftir efnahagshrunið 2008, stund með tónlist heimsins til að lyfta andanum og vekja mönnum kjark,“ segir Gerrit um tónleikaröðina. „Síðan hefur þjóðin fengið að líta betri daga en hádegistónleikarnir eru enn á sínum stað yfir veturinn og miðla vikulega þeim auði sem verðbréfamarkaðir heimsins treysta sé seint til að skrá og færa til vísitölu“ segir Gerrit, jafnframt. Níutíu og níu tónleikar eru að baki og tónleikar númer eitt hundrað verða í þessari viku, miðvikudaginn 13. nóvember, kl. 12:15 í Fríkirkjunni í Reykjavík og standa í hálftíma. Á þessum tímamótum syngur Ágúst Ólafsson við undirleik Gerrits Schuil sönglög eftir Franz Schubert, sum lítt kunn en önnur alþekkt. Þeir Ágúst Ólafsson og Gerrit Schuil hafa lengi unnið saman að list ljóðasöngsins og unnið þar mörg afrek. Fyrir túlkun sína á þremur ljóðaflokkum Schuberts á Listahátíð í Reykjavík 2010 hlutu þeir Íslensku tónlistarverðlaunin með umsögninni: „Áhrífaríkur flutningur þeirra á þessum helstu ljóðaflokkum tónbókmenntanna er þeim sem á hlýddu ógleymanleg stund.“
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira