Margeir fer yfir markmið sín í golfhreyfingunni Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2013 19:15 Margeir Vilhjálmsson tilkynnti í síðustu viku um framboð sitt til forseta Golfsambands Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson ætlar sem kunnugt er ekki að gefa kost á sér í endurkjöri forseta sambandsins. Haukur Örn Birgisson, núverandi varaforseti, hefur einnig gefið kost á sér í starfið. Margeir fer yfir markmið sín í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í dag. Í fyrsta lagi að golfíþróttin verði viðurkennd sem íþrótt fyrir almenning, í öðru lagi að afrekstefna golfsambandsins verði stórefld og að fjölga kylfingum 30 ára og yngri, með sérstaka áherslu á kvenkynsþátttakendur. Fréttatilkynningin í heild sinni.Forsetaframboð – stóra planiðEkki hafði mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem tilkynning um framboð til forsetaembættis GSÍ hefur vakið. Flest góð. Önnur neikvæð. Fæ þau að vísu ekki í andlitið – heldur er þeim dreift á netinu. Fylgir þessu víst. Margir spyrja hvernig sé hægt að kjósa. Því miður er það ekki hægt. Það er í rauninni þannig að framboð til forsetaembættis GSÍ er ekki einfalt. Til að geta kosið þarftu að vera fulltrúi á Golfþingi. Fulltrúar á Golfþingi eru valdir af stjórnum golfklúbbanna í landinu. Sæti á þinginu er ekki auðfengið. Meira segja þegar þetta er skrifað hef ég ekki sæti á þinginu sjálfur. Það eru næstu úrlausnarefni. Helstu markmið framboðsins eru þrjú. Áætlað er að það taki á bilinu tvö til sex ár að koma þeim í framkvæmd.Markmið 1: Viðurkenning á því að golf sé almenningsíþrótt Golfsambandið verði í forystuhlutverki að tryggja rekstrargrundvöll golfvalla á Íslandi. Aðstoða aðildarklúbba að fá sveitarfélög til liðs við sig með fjármagn til að tryggja rekstur golfvalla. Að golf fái notið aðstöðu á sama hátt og aðrar íþróttagreinar. Golfklúbbarnir geti einbeitt sér að íþróttastarfi enda íþróttafélög. Ég veit ekki um neitt knattspyrnufélag þar sem grundvallarstarfsemin snýst um slátt og viðhald knattspyrnuvallarins. Verkefnin eiga að snúast um iðkendurna. Að gera iðkendurna að betri kylfingum á öllum stigum. Af hverju sætta golfklúbbar á landinu sig við það að þurfa að rukka félagsgjöld til að geta staðið undir rekstri golfvallanna? Það þarf að fá opinbera viðurkenningu á því að golf sé almenningsíþrótt hér á landi. Fyrir akkúrat 5 árum síðan ritaði ég á www.kylfingur.is greinina, „Golfvöllur er sundlaug“. Við höfum haldið því fram í gegnum tíðina að golf sé almenningsíþrótt en samt sem áður hefur hreyfingin ekki komið því til leiðar að iðkendur geti notið sömu kjara og þeir sem stunda aðrar almenningsíþróttir.Markmið 2: Afreksíþróttin golf Stórefling á keppnisgolfi. Til að lyfta golfinu á næsta stig verðum við að eignast fleiri afrekskylfinga eða „stjörnur“. Við verðum að koma leikmönnum á mótaraðir atvinnumanna erlendis. Hægt er að byrja hér heima með því að efla mótaraðirnar. Leikmaður með fjóra í forgjöf er því miður ekki afreksmaður í golfi. Sigur í móti á okkar stærstu mótaröð á að gefa keppnisrétt á móti erlendis. Koma þarf upp fjárfestingarsjóði með a.m.k. 100 mkr. framlagi sem styður við atvinnukylfinga sem eru að reyna komast yfir þröskuldinn. Fé í sjóðinn kæmi frá fyrirtækjum, einkaaðilum og GSÍ. Þeir sem myndu njóta styrkja, myndu sömuleiðis greiða til baka í sjóðinn hluta af verðlaunafé sínu kæmust þeir inn á mótaraðir þeirra bestu. Þetta er áhættusækinn sjóður en öðruvísi eignumst við ekki atvinnumann eða atvinnumenn í golfi. Það er ekkert sem segir að GSÍ þurfi á einn eða neinn hátt að stýra þessum sjóði. Líklegast er miklu betra að hann sé einkarekinn – en GSÍ þarf að sjá til þess að einhver slíkur stökkpallur sé til staðar fyrir okkar bestu kylfinga. Samhliða þarf að fá til ráðgjafar golfumboðsmann sem gæti komið okkar bestu kylfingum á framfæri.Markmið 3: Fjölgun iðkenda yngri en 30 ára með sérstakri áherslu á konur Með ráðum og dáð þurfum við að tryggja að nýliðun verði í golfinu. Að krakkar og yngra fólk velji íþróttina sem keppnisíþrótt eða sér til dægradvalar. Aðgangur barna og unglinga að golfvöllum sé með þeim hætti að þau séu velkomin á völlinn. Leiðbeinendur séu til staðar til að kenna þeim strax réttu handtökin og upplifunin sé sú að það sé gaman í golfi. Ég veit að þetta getur verið erfitt á þéttsetnustu völlum á höfuðborgarsvæðinu. Þar þarf að byggja fleiri litla velli sambærilega við sparkvelli sem má finna við alla grunnskóla á landinu. Velli í stærð við Grafarkotsvöll í Grafarholti. Á þessum völlum má svo meira segja keppa. Í Reykjavík og víðar er nokkur fjöldi púttvalla. Þá má sömuleiðis nota en jafnframt þurfa leiðbeinendur að vera til staðar til að kenna réttu handtökin. Golfiðkun þarf ekki endilega að vera bundin við golfvelli. Æfinga- og kennslusvæðum má koma upp mun víðar. Við eigum hér á landi ungt fólk sem bæði er í eða hefur lokið golftengdu námi hér á landi og erlendis sem væru góðir kandídatar til að vinna fyrir golfhreyfinguna og lyfta íþróttinni upp á hærra plan. Ég leita hér með eftir stuðningi golfklúbbanna á landinu við framboð mitt og bið þá sem deila áhuga á að koma þessum þremur ofangreindum aðalmarkmiðum í framkvæmd að ganga til liðs við framboðið. Öll stjórn Golfsambandsins er í kjöri. Hana skipa 10 manns, forseti, sex aðalmenn og þrír varamenn. Sérstaklega vantar fulltrúa af landsbyggðinni og konur. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Margeir Vilhjálmsson tilkynnti í síðustu viku um framboð sitt til forseta Golfsambands Íslands. Jón Ásgeir Eyjólfsson ætlar sem kunnugt er ekki að gefa kost á sér í endurkjöri forseta sambandsins. Haukur Örn Birgisson, núverandi varaforseti, hefur einnig gefið kost á sér í starfið. Margeir fer yfir markmið sín í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér í dag. Í fyrsta lagi að golfíþróttin verði viðurkennd sem íþrótt fyrir almenning, í öðru lagi að afrekstefna golfsambandsins verði stórefld og að fjölga kylfingum 30 ára og yngri, með sérstaka áherslu á kvenkynsþátttakendur. Fréttatilkynningin í heild sinni.Forsetaframboð – stóra planiðEkki hafði mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem tilkynning um framboð til forsetaembættis GSÍ hefur vakið. Flest góð. Önnur neikvæð. Fæ þau að vísu ekki í andlitið – heldur er þeim dreift á netinu. Fylgir þessu víst. Margir spyrja hvernig sé hægt að kjósa. Því miður er það ekki hægt. Það er í rauninni þannig að framboð til forsetaembættis GSÍ er ekki einfalt. Til að geta kosið þarftu að vera fulltrúi á Golfþingi. Fulltrúar á Golfþingi eru valdir af stjórnum golfklúbbanna í landinu. Sæti á þinginu er ekki auðfengið. Meira segja þegar þetta er skrifað hef ég ekki sæti á þinginu sjálfur. Það eru næstu úrlausnarefni. Helstu markmið framboðsins eru þrjú. Áætlað er að það taki á bilinu tvö til sex ár að koma þeim í framkvæmd.Markmið 1: Viðurkenning á því að golf sé almenningsíþrótt Golfsambandið verði í forystuhlutverki að tryggja rekstrargrundvöll golfvalla á Íslandi. Aðstoða aðildarklúbba að fá sveitarfélög til liðs við sig með fjármagn til að tryggja rekstur golfvalla. Að golf fái notið aðstöðu á sama hátt og aðrar íþróttagreinar. Golfklúbbarnir geti einbeitt sér að íþróttastarfi enda íþróttafélög. Ég veit ekki um neitt knattspyrnufélag þar sem grundvallarstarfsemin snýst um slátt og viðhald knattspyrnuvallarins. Verkefnin eiga að snúast um iðkendurna. Að gera iðkendurna að betri kylfingum á öllum stigum. Af hverju sætta golfklúbbar á landinu sig við það að þurfa að rukka félagsgjöld til að geta staðið undir rekstri golfvallanna? Það þarf að fá opinbera viðurkenningu á því að golf sé almenningsíþrótt hér á landi. Fyrir akkúrat 5 árum síðan ritaði ég á www.kylfingur.is greinina, „Golfvöllur er sundlaug“. Við höfum haldið því fram í gegnum tíðina að golf sé almenningsíþrótt en samt sem áður hefur hreyfingin ekki komið því til leiðar að iðkendur geti notið sömu kjara og þeir sem stunda aðrar almenningsíþróttir.Markmið 2: Afreksíþróttin golf Stórefling á keppnisgolfi. Til að lyfta golfinu á næsta stig verðum við að eignast fleiri afrekskylfinga eða „stjörnur“. Við verðum að koma leikmönnum á mótaraðir atvinnumanna erlendis. Hægt er að byrja hér heima með því að efla mótaraðirnar. Leikmaður með fjóra í forgjöf er því miður ekki afreksmaður í golfi. Sigur í móti á okkar stærstu mótaröð á að gefa keppnisrétt á móti erlendis. Koma þarf upp fjárfestingarsjóði með a.m.k. 100 mkr. framlagi sem styður við atvinnukylfinga sem eru að reyna komast yfir þröskuldinn. Fé í sjóðinn kæmi frá fyrirtækjum, einkaaðilum og GSÍ. Þeir sem myndu njóta styrkja, myndu sömuleiðis greiða til baka í sjóðinn hluta af verðlaunafé sínu kæmust þeir inn á mótaraðir þeirra bestu. Þetta er áhættusækinn sjóður en öðruvísi eignumst við ekki atvinnumann eða atvinnumenn í golfi. Það er ekkert sem segir að GSÍ þurfi á einn eða neinn hátt að stýra þessum sjóði. Líklegast er miklu betra að hann sé einkarekinn – en GSÍ þarf að sjá til þess að einhver slíkur stökkpallur sé til staðar fyrir okkar bestu kylfinga. Samhliða þarf að fá til ráðgjafar golfumboðsmann sem gæti komið okkar bestu kylfingum á framfæri.Markmið 3: Fjölgun iðkenda yngri en 30 ára með sérstakri áherslu á konur Með ráðum og dáð þurfum við að tryggja að nýliðun verði í golfinu. Að krakkar og yngra fólk velji íþróttina sem keppnisíþrótt eða sér til dægradvalar. Aðgangur barna og unglinga að golfvöllum sé með þeim hætti að þau séu velkomin á völlinn. Leiðbeinendur séu til staðar til að kenna þeim strax réttu handtökin og upplifunin sé sú að það sé gaman í golfi. Ég veit að þetta getur verið erfitt á þéttsetnustu völlum á höfuðborgarsvæðinu. Þar þarf að byggja fleiri litla velli sambærilega við sparkvelli sem má finna við alla grunnskóla á landinu. Velli í stærð við Grafarkotsvöll í Grafarholti. Á þessum völlum má svo meira segja keppa. Í Reykjavík og víðar er nokkur fjöldi púttvalla. Þá má sömuleiðis nota en jafnframt þurfa leiðbeinendur að vera til staðar til að kenna réttu handtökin. Golfiðkun þarf ekki endilega að vera bundin við golfvelli. Æfinga- og kennslusvæðum má koma upp mun víðar. Við eigum hér á landi ungt fólk sem bæði er í eða hefur lokið golftengdu námi hér á landi og erlendis sem væru góðir kandídatar til að vinna fyrir golfhreyfinguna og lyfta íþróttinni upp á hærra plan. Ég leita hér með eftir stuðningi golfklúbbanna á landinu við framboð mitt og bið þá sem deila áhuga á að koma þessum þremur ofangreindum aðalmarkmiðum í framkvæmd að ganga til liðs við framboðið. Öll stjórn Golfsambandsins er í kjöri. Hana skipa 10 manns, forseti, sex aðalmenn og þrír varamenn. Sérstaklega vantar fulltrúa af landsbyggðinni og konur. Með golfkveðju, Margeir Vilhjálmsson
Golf Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira