Handbolti

Ágúst: Voru frábærar í 40 mínútur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í kvöld.
Ágúst Þór ræðir við leikmenn sína í kvöld. Mynd/Stefán
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, var ánægður með margt sem hann sá í naumum eins marks sigri á Svisslendingum í kvöld.

Ísland náði mest tíu marka forystu í síðari hálfleik en gestirnir frá Sviss náðu að minnka muninn í eitt mark á lokasprettinum. Lokatölur voru 27-26, Sviss í vil.

„Þær spiluðu frábærlega í 40 mínútur, bæði í vörn og sókn. Það gekk mjög vel að spila bæði 5+1 og 6-0 vörn en eftir það misstum við dampinn og þær fóru að refsa okkur með hraðaupphlaupum,“ sagði Ágúst.

„Þá greip smá óöryggi um sig hjá okkur en stelpurnar kláruðu þetta. Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna.“

Hann segir úrslit æfingaleikja sem þessa ekki aðalatriðið. „Þetta gefur okkur tækifæri að leyfa yngri og óreyndari leikmönnum að spila og þetta svarar ákveðnum spurningum fyrir okkur þjálfarana. Heilt yfir var þetta mjög gott.“

Ísland mætir Svisslendingum í þriðja og síðasta sinn í þessari æfingaleikjahrinu í Hertz-hellinum á Seltjarnarnesi á morgun klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×