Handbolti

Öruggur sigur Guðmundar í Úkraínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson, leikmaður Löwen.
Alexander Petersson, leikmaður Löwen. Nordic Photos / Getty Images
Rhein-Neckar Löwen er í góðri stöðu í A-riðli Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Zaporozhye í Úkraínu í dag, 32-26.

Þýsku ljónin voru með þægilega forystu stærstan hluta leiksins en staðan í hálfleik var 15-10, Löwen í vil.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari liðsins og Alexander Petersson var á sínum stað í liðinu í dag.

Löwen er með ellefu stig að loknum sjö leikjum og er einu stigi á eftir toppliði Veszprem sem á leik til góða. Fjögur efstu liðin komast áfram í 16-liða úrslitin og Löwen svo gott sem búið að tryggja sig áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×